Gagnaver og sæstrengir

 

Ég vil útskýra betur hugmyndir mínar sem ég setti fram í forvalsyfirlýsingu minni á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.  Ég byrja þá yfirferð mína á tækifærum sem við búum mögulega við til að nýta okkar orku til reksturs gagnavera á Íslandi.

 

Íslendingar get hæglega vegna legu landsins orðið miðstöð á gagnaumferð á milli Evrópu og Bandaríkjanna.  Við getum stutt við og hvatt innlend jafnt sem erlend fyrirtæki til lagningu mun fleiri sæstrengja á mill þessara svæða, með ýmsum leiðum.  Þekkt er sú aðferð sem frændur okkar Írar fóru þegar þeirra uppvaxtarskeið hófst.  Þeir buðu erlendum fyrirtækjum og þá sérstaklega félögum frá Bandaríkjunum góðan skatta afslátt til að laða þau til landsins.  Án efa má setja upp efasemda raddir gegn þeirri leið, en það efni í aðra umræðu.  Írar fengu til landsins stór félög svo sem Google, Dell, Motorola og mörg fleiri félög.  Af Írum getum við margt lært.  Íslendingar hafa sérstöðu sem er sömuleiðis áhugaverð fyrir slík fyrirtæki og er ekki langt að minnast umræðu um gagnaver og fulltrúar frá t.d. Yahoo komu hingað til lands.

Það sem hefur án efa haft áhrif á þeirra áhuga er hve fáar sæstrengi og bandvídd við höfum í landinu.  Um það var rætt að þeir myndu koma með sínar eigin tengingar en svo varð ekkert úr þessu.

 

Ekki er sömuleiðis langt að minnast þegar Hibernia Atlantic sýndi raunverulegan áhuga á að koma með sæstreng til Íslands frá Írlandi.  Nefndar ástæður fyrir því að ekkert varð úr var meðal annars að íslensk stjórnvöld vildu frekar ganga erinda Björgólfsfeðga og leggja streng sem kallast DanIce.  Hvort rétt er skal ég ekki segja en um þetta var rætt víðar en í heitu pottunum í hverfislauginni minni.

 

Þessi dæmi sýna okkur klárlega svo ekki verði um villst að áhugi erlendis frá er fyrir hendi til að koma hér á landi upp hátækni iðnaði.  Þessi tækifæri væri kjörið að nýta.  Slík verkefni eru atvinnuskapandi og ekki veitir af slíku í því árferði sem við búum við þessa síðustu mánuði og fyrirsjáanlegt er að muni vara í jafnvel 2-3 ár.

 

Ég vil beita mér fyrir því að auka stuðning við uppbyggingu á gagnaverum og fjölgun sæstrengja til landsins.  Ég vil að við notum orkuna á Norðaustur landi til að laða að áhuga á byggingu gagnavera á Húsavík í stað álvers.  Slíkt fyrirtæki mun þarfnast starfsfólks með menntun/hæfni í hátækni iðnaði og það munu Húsvíkingar leysa auðveldlega svo ég taki sem dæmi.

 

Ávalt skal fara hægt um gleðinnar dyr og fara mjög varlega í orkuöflun í slík verkefni.  Við í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði viljum standa vörð um okkar einstæðu náttúru.  Ég vil leggjast á árarnar til að tryggja sem best verði á kosið að slík orkuöflun verði gerð á sem sjálfbærasta hátt með virðingu fyrir landinu okkar.

 

með grænni kveðju,

Árni Haraldsson

2 - 4 sæti í forvali VG í Reykjavík

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband