Meira um nýsköpun

 

Ég leyfi  mér að birta hér kafla af síðunni norden.org þarna kemur fram að Norðurlöndin eru að dragast  mikið aftur úr í nýsköpun.  Ég hef  mikinn áhuga á að beita mér í þessu máli og ég vil sjá Ísland verða tilfyrirmyndar hvað þetta varðar. Betur má ef duga skal, hér að neðan er kaflinn.

 

"Oft er rætt um Norðurlöndin sem í fararbroddi á  sviði nýsköpunar. Í nýrri rannsókn kemur þó fram að Norðurlöndin standi lakar  að vígi á ákveðnum sviðum en þau lönd sem besta standa, til dæmis Bandaríkin og  England. Í skýrslunni er lagt til að lögð verði áhersla á nýsköpunarhæfni á  Norðurlöndum, meðal annars er fyrirtækjamenning verði efld. Ágallar í  fyrirtækjamenningu hafa leitt til þess að Norðurlöndin hafa orðið eftir hvað  varðar fjölda fyrirtækja í miklum vexti.

Þetta  kemur í ljós í norræna nýsköpunarkvarðanum sem Norræna ráðherraefndin hefur  látið vinna. Í skýrslunni er nýsköpunarhæfni á Norðurlöndum metin miðað við  önnur lönd í OECD. Í kvarðanum eru alls 165 mælikvarðar á sviði upplýsinga- og  samskiptatækni, mannauðs, þekkingarþróun og nýsköpunar. Markmiðið er að  kvarðinn geti verið undirstaða þróunar á nýsköpunarstefnu á Norðurlöndum.

Í  skýrslunni kemur fram að Norðurlöndin eru í fremstu röð á sviði upplýsinga- og  samskiptatækni, til dæmis hvað varðar aðlögun tækni í daglegu lífi íbúa og  fyritækja. Norðurlöndin leggja að auki mikla áherslu á menntun, rannsóknir og  þróun en það er mikilvægt að fyrirtækin nýti sér sköpunargáfu og  nýsköpunarhæfni starfsfólksins. Í skýrslunni er meðal annars bent á þörfina  fyrir góðan aðgang að yfirstjórn og dreifingu ábyrgðar.



Einnig er í skýrslunni  lögð áhersla á mikilvægi þess að reka virka efnahagsstefnu á erfiðum tímum.Þróttmikil efnahagsstefna gefur tækifæri á lausnum við úrlausnarefnum áheimsvísu, svo sem loftlagsbreytingum og aðgangi að hreinu vatni. Áhersla á  nýsköpun er mikilvægur hlutur virkrar efnahagsstefnu, segir í  skýrslunni.

Þetta er í fyrsta sinn sem norræni nýsköpunarkvarðinn er unninn.Skýrslan verður kynnt í tengslum við norrænu hnattvæðingarráðstefnuna á Íslandi  dagana 26.-27. febrúar. Þátttakendur á ráðstefnunni sem nú er haldin í annað  sinn, verða fimm norrænir forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar og rúmlega eitthundrað stjórnmálamenn, embættismenn og fulltrúar atvinnulífsins, og munu þeir  ræða úrlausnarefni og möguleika hnattvæðingarinnar."

 

Hér eru 2  útgáfur af skýrslunni, ýttu hér fyrir  styttri útgáfu, en hér fyrir  lengri.

 

 

ÁrniHaraldsson

2 - 4sæti í forvali VG í Reykjavík

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband