Framboðsfundur VG í Reykjavík

Ég mætti í dag á fund í nýrri og glæsilegri kosningamiðstöð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í dag á Tryggvagötu 11 sem er á horni Tryggvagötu og Geirsgötu, frábær staðsetning.

30 frambjóðendur kynntu sig í mýflugumynd enda var tal tími hvers og eins 4 mínútur.

Ég tók þátt og lýsti mínum bakgrunni ásamt því að segja frá áhuga mínum á nýsköpun og sprotastarfssemi, enda hafa síðustu 9 ár verið á þeim vettvangi. Það var gaman að hitta svo aðra frambjóðendur sem og áhugasama um þessi framboð eftir að eiginlegum fundi lauk sem var undir styrkri stjórn Sjafnar Ingólfsdóttur ásamt tímaverði.

Kaffi og kökur voru á boðstólnum og myndaðist bara nokkuð huggulegt lítið kaffihús sem verður án efa gaman að heimsækja á næstu vikum fram að Alþingiskosningum.

Ég vil hvetja alla til að fylgjast vel með því starfi sem er framundan í kosningaskrifstofunni á næstu vikum.

Með framboðskveðju,

Árni Haraldsson
2 - 4 sæti í forvali VG í Reykjavík

http://www.facebook.com/pages/Arni-Haraldsson/69298145498?ref=nf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Indriði H. Indriðason

Ég vil vekja athygli á vefsíðu, www.profkjor.politicaldata.org, sem er nýstofnsett. Tilgangur vefsíðunnar er að skapa vettvang þar sem kjósendur geta nálgast upplýsingar um frambjóðendur og stefnumál þeirra auk annarra upplýsinga tengdum prófkjörunum/forvölunum. Vefsíðan er opin frambjóðendum allra flokka í öllum kjördæmum en það er undir frambjóðendunum sjálfum komið að færa inn upplýsingar um sig og stefnumál sín. Ef frambjóðendur kjósa eru færslur af þeirra eigin bloggum birtar sjálfkrafa á vefsíðunni. Það gefur t.d. kjósendum möguleika á að skoða bloggfærslur allra frambjóðenda flokksins í tilteknu kjördæmi – og jafnvel takmarkað við tiltekið sæti á listanum – á einum stað. Það er von okkar að vefsíðan efli pólitíska umræðu og gefi kjósendum aukið færi á að taka málefnalega afstöðu.

Frambjóðendur geta skráð sig hér: http://www.profkjor.politicaldata.org/wp-login.php?action=register

Indriði H. Indriðason, 3.3.2009 kl. 02:15

2 Smámynd: Árni Haraldsson

Takk fyrir flott framtak Indriði, ég mun bæta mér við á þennan lista.

Árni Haraldsson, 3.3.2009 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband