Atvinnulíf á Íslandi

 

 

Ég vil kynna aðferð sem Írar fóru þegar uppgangur þeirra hófst fyrir alvöru.  Írsk stjórnvöld stofnuðu stofnun sem kallast Enterprise Ireland ( EI ).  Sú stofnun tók á málum frumkvöðla, nýsköpun og stuðningi við ný og uppbyggileg verkefni.

 

EI gekk á stundum svo langt að útvega þessum nýju fyrirtækjum aðstöðu, borga laun og allan uppbyggingarkostnað fyrirtækja.  Þeir notuðu EI til að gefa markaðinum þá vítamínsprautu sem þurfti til að koma hjólum þeirra atvinnulífs af stað.  Við þekkjum öll árangurinn, gífurleg uppbygging, en eins og er að koma fram nú, þá hafa þeir líkt og við Íslendingar farið fram úr sér.

 

Á Íslandi höfum við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins ( www.nsa.is ).  Sá sjóður var stofnaður í samstarfi stjórnvalda og samtaka í iðnaði og sjávarútvegi í árslok 1996.  Sjóðurinn fékk stofnfé að upphæð 4.000 milljónir króna.  Atvinnulífið hefur þau áhrif á stjórn sjóðsins að svo virðist sem stjórnvöld viðurkenni að megin hlutverk hans við uppbyggingu eiginfjár fjárfestingalánasjóða iðnaðar og sjávarútvegs á undanförnum áratugum.

 

Þá má spyrja sig, í hvernig uppbyggingu hefur fjármunum sjóðsins verið varið til dagsins í dag.

 

Samkvæmt vefsíðu sjóðsins hefur fjármunum verið varið í mörgum tilvikum vel, svo sem hlutir í Marorku, Primex og Latabæ svo einhver séu nefnd.  

 

Ég vil sjá sjóðinn ganga lengra eins og árar í dag.  Ég vil að við fjárfestum í sjóði eins og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins til að endubyggja það sem hefur misfarist.  Ég vil að það sé gert á réttan hátt.

 

Lítum á þau verðmæti sem landið okkar gefur okkur, fiskinn í sjónum, orkuna í landinu og einstæða náttúru.  Stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs felst í sjálbærni á þessum þáttum.  Ég vil beita mér fyrir því að nýta orkuna sem er í landinu á sem friðsamastan máta í samstarfi við stofnanir eins og Orkustofnun, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og fleiri stofnanir.  Ég vil beita mér fyrir því að við náum tökum á vatns- og gufuaflsorku á sjálfbæran hátt.  Ég vil beita mér fyrir auknum rannsóknum á þessum sviðum.

 

Við Íslendingar eigum að vera leiðandi á heimsvísu í notkun á gufuaflsorku.  Við eigum að stuðla að tækifærum í nýsköpun á þessu sviði.  Nýsköpun felst ekki í því að fara út í skuldsettar yfirtökur, lánsfé er ekki lykillinn að nýsköpun.  Ég vil að við höfum sjóð sem hlúir að og hvetur okkur í landinu áfram við þróun tækni í gufuafli.  Hvers vegna erum við ekki leiðandi í hönnun og þróun búnaðar í þessum geira, hvers vegna erum við ekki búin að þróa bestu túrbínur í heimi til notkunar í gufuafli svo dæmi sé tekið ?

 

Nýsköpunarsjóður, já eða annar sjóður sem styður við sprota, gæti hæglega gefið hugmyndaríku fólki fyrsta flokks vinnu aðstöðu til að þróa sín verkefni áfram í hvaða geira sem er.  

 

Ég vil að við göngum lengra í stuðningi við nýsköpun, sprotastarf og stuðningi við fyrirtæki sem eru þegar á markaði en vantar aukna hjálp til að ná markmiðum sínum.

 

Árni Haraldsson

2-4 sæti í forvali VG í Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Áhugaverður pistill hjá þér. Vandamálið er að of miklir fjámunir fara í yfirbyggingu og sporslur. Erfitt er að koma auga á hvaða kostum sprotafyrirtæki þurfa að vera gædd til að fá fyrirgreiðslu. Það virðist æði tilviljunarkennt og því þarf að breyta.

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 21.2.2009 kl. 11:18

2 Smámynd: Árni Haraldsson

Sæl Elinóra, takk fyrir athugasemdina.

Það er rétt hjá þér að ýmis fyrirtæki eigi það til að sóa fjármunum í yfirbyggingu og sporslur. Við höfum séð það gerast víða að fé er oft á tíðum sólundað í flottræfilshátt.

Þegar sótt er um aðstoð frá sjóði eins og ég vísa í, þá verður að hafa regluverk mjög skýrt. Óeðlilegar sporslur og óþörf yfirbygging er nokkuð sem má ekki líðast.

Sprotafyrirtæki þurfa að hafa marktækar viðskiptaáætlanir í fyrsta lagi. Í öðru lagi þarf að hafa stefnu og stjórnun sprotans á hreinu og hvernig fjármunir verði notaðir. Sjóðurinn á að hafa eftirlit með sprotanum út samningstíma og sjá til þess að reglum hans sé fylgt í öllu.

Í dag segir t.d. Nýsköpunarsjóður að sprota fyrirtæki megi ekki fara inn á markað þar sem samkeppni er fyrir. Mér finnst þetta ekki eðlilegt, auðvitað á að styðja við samkeppni en sumir geta eflaust sagt að ríkið eigi ekki að mismuna öðrum og þar er ég sammála. Þess vegna þarf að vega og meta hvert verkefni fyrir sig. Mér finnst að sjóðurinn megi ekki fyrirfram ýta góðum og gildum hugmyndum frá á þessum rökum.

Árni Haraldsson, 21.2.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband