Fengu ekki fyrirgreiðslu


Halldór J. Kristjánsson fyrrverandi bankastjóri Landsbankans segir að því miður þar sem þeir áttu bara í spjalli við Breta um að fyrirgreiðsla upp á fullt af peningum myndi færa Icesave reikningana til Bretlands þá var málið ekki komið á pappírsform. Hver trúir þessu ?

Ekki ég !

Árni Haraldsson
2 - 4 sæti í forvali VG í Reykjavík


mbl.is Fengu ekki fyrirgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framboðsfundur VG í Reykjavík

Ég mætti í dag á fund í nýrri og glæsilegri kosningamiðstöð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í dag á Tryggvagötu 11 sem er á horni Tryggvagötu og Geirsgötu, frábær staðsetning.

30 frambjóðendur kynntu sig í mýflugumynd enda var tal tími hvers og eins 4 mínútur.

Ég tók þátt og lýsti mínum bakgrunni ásamt því að segja frá áhuga mínum á nýsköpun og sprotastarfssemi, enda hafa síðustu 9 ár verið á þeim vettvangi. Það var gaman að hitta svo aðra frambjóðendur sem og áhugasama um þessi framboð eftir að eiginlegum fundi lauk sem var undir styrkri stjórn Sjafnar Ingólfsdóttur ásamt tímaverði.

Kaffi og kökur voru á boðstólnum og myndaðist bara nokkuð huggulegt lítið kaffihús sem verður án efa gaman að heimsækja á næstu vikum fram að Alþingiskosningum.

Ég vil hvetja alla til að fylgjast vel með því starfi sem er framundan í kosningaskrifstofunni á næstu vikum.

Með framboðskveðju,

Árni Haraldsson
2 - 4 sæti í forvali VG í Reykjavík

http://www.facebook.com/pages/Arni-Haraldsson/69298145498?ref=nf


Áhugavert myndband: Story of stuff

Sæl öll, mér langar að segja ykkur frá myndbandi sem Annie Leonard gerði og þið getið séð með því að smella hér.

 

Þetta myndband sýnir í raun það skaðlega ferli sem neysluhyggja okkar hefur í för með sér. Myndbandið er mjög vel gert og ætti að vera skylduáhorf að þessu.

 

Ég vil ekki hafa þennan pistil mikið lengri, en hvet ykkur til að skoða þetta myndband.

 

Árni Haraldsson

2 - 4 sæti í forvali VG í Reykjavík


Meira um nýsköpun

 

Ég leyfi  mér að birta hér kafla af síðunni norden.org þarna kemur fram að Norðurlöndin eru að dragast  mikið aftur úr í nýsköpun.  Ég hef  mikinn áhuga á að beita mér í þessu máli og ég vil sjá Ísland verða tilfyrirmyndar hvað þetta varðar. Betur má ef duga skal, hér að neðan er kaflinn.

 

"Oft er rætt um Norðurlöndin sem í fararbroddi á  sviði nýsköpunar. Í nýrri rannsókn kemur þó fram að Norðurlöndin standi lakar  að vígi á ákveðnum sviðum en þau lönd sem besta standa, til dæmis Bandaríkin og  England. Í skýrslunni er lagt til að lögð verði áhersla á nýsköpunarhæfni á  Norðurlöndum, meðal annars er fyrirtækjamenning verði efld. Ágallar í  fyrirtækjamenningu hafa leitt til þess að Norðurlöndin hafa orðið eftir hvað  varðar fjölda fyrirtækja í miklum vexti.

Þetta  kemur í ljós í norræna nýsköpunarkvarðanum sem Norræna ráðherraefndin hefur  látið vinna. Í skýrslunni er nýsköpunarhæfni á Norðurlöndum metin miðað við  önnur lönd í OECD. Í kvarðanum eru alls 165 mælikvarðar á sviði upplýsinga- og  samskiptatækni, mannauðs, þekkingarþróun og nýsköpunar. Markmiðið er að  kvarðinn geti verið undirstaða þróunar á nýsköpunarstefnu á Norðurlöndum.

Í  skýrslunni kemur fram að Norðurlöndin eru í fremstu röð á sviði upplýsinga- og  samskiptatækni, til dæmis hvað varðar aðlögun tækni í daglegu lífi íbúa og  fyritækja. Norðurlöndin leggja að auki mikla áherslu á menntun, rannsóknir og  þróun en það er mikilvægt að fyrirtækin nýti sér sköpunargáfu og  nýsköpunarhæfni starfsfólksins. Í skýrslunni er meðal annars bent á þörfina  fyrir góðan aðgang að yfirstjórn og dreifingu ábyrgðar.



Einnig er í skýrslunni  lögð áhersla á mikilvægi þess að reka virka efnahagsstefnu á erfiðum tímum.Þróttmikil efnahagsstefna gefur tækifæri á lausnum við úrlausnarefnum áheimsvísu, svo sem loftlagsbreytingum og aðgangi að hreinu vatni. Áhersla á  nýsköpun er mikilvægur hlutur virkrar efnahagsstefnu, segir í  skýrslunni.

Þetta er í fyrsta sinn sem norræni nýsköpunarkvarðinn er unninn.Skýrslan verður kynnt í tengslum við norrænu hnattvæðingarráðstefnuna á Íslandi  dagana 26.-27. febrúar. Þátttakendur á ráðstefnunni sem nú er haldin í annað  sinn, verða fimm norrænir forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar og rúmlega eitthundrað stjórnmálamenn, embættismenn og fulltrúar atvinnulífsins, og munu þeir  ræða úrlausnarefni og möguleika hnattvæðingarinnar."

 

Hér eru 2  útgáfur af skýrslunni, ýttu hér fyrir  styttri útgáfu, en hér fyrir  lengri.

 

 

ÁrniHaraldsson

2 - 4sæti í forvali VG í Reykjavík

 


Nýsköpun

Ég  ætla að fara aðeins yfir þetta fyrirbæri sem er kallað nýsköpun.  Hvað er nýsköpun spyrja sig  einhverjir.  Nýsköpun er hugtak um  að skapa eitthvað nýtt.  Byrja  með  báðar hendur tómar, fá hugmynd og skapa. Úr verður eitthvað mikilsvert sem stundum kemur á óvart en að sama skapi getur líka illa tekist  til.  Það sem gerir þetta hugtak  áhugavert er tengingin við listina, sköpunina.

 

Nýsköpun  á ekki bara heima í listinni, heldur alls staðar og í öllu sem við tökum  okkur fyrir hendur.  Nýsköpun á  ekki síður heima í pólitík og stjórnsýslu, fyrirtækjum í fullum rekstri og  síðast en ekki síst á nýsköpum heima hjá sprotum.

 

Við  getum gert not úr nýsköpun á marga vegu í stjórnmálum.  Mér hefur ekki þótt mikið af nýsköpun á  hinu háa Alþingi síðustu vikur og mánuði. T.d. í gær máttum við horfa upp á vansköpun á Alþingi við umræður um  Seðlabankafrumvarp.  Með nýsköpun,  getum við t.d. fengið nýtt fólk þar inn, til að skapa eitthvað nýtt sem hefur  aldrei sést áður.  Það gerum við  með því að velja þar til verka nýtt fólk eins og undirritaðann og fleira gott  fólk sem býður sig fram í prófkjörum fyrir marga flokka úti um land allt. 

 

Nýsköpun  þarf einnig að koma til í stjórnsýslunni. Við þurfum að fá stjórnsýslu sem vinnur náið með stjórnvöldum og  Alþingi.  Við þurfum nýtt blóð í  nýju ríkisbankana og kraftmikið og duglegt fólk í verkstjórnir hinna ýmsu  stofnana.  Við þurfum fólk með  listræna hæfileika í bland við raunsæi og stjórnun. 

 

Það  er mikið talað um gegnsæi í stjórnmálum og íslenskri stjórnsýslu.  Það er krafa fólks að mál verði héðan í  frá rædd opinskátt og aðgengið að upplýsingum verði bætt.  Hér er um ákveðina tegund nýsköpunnar  að ræða. 

 

Ég  vil sjá nýsköpun blómstra á Íslandi í hvaða grein sem er.  Sér í lagi hef ég áhuga á að sjá góðan  og mikinn stuðning við hæfileikarík samtök eins og  Hugmyndaraduneytid.is

Þar  er á ferð geysikraft mikið fólk, listamenn, hver á sínu sviði.  Þessi samtök hittast á hverjum  laugardegi og eru alltaf með nýtt megin efni sem er tekið fyrir á hverjum  fundi.   Ég leyfi mér að birta  hér kafla frá heimasíðu þeirra :

 

"Hugmyndaráðuneytið  er samfélagsverkefni sem byggir á sjálfboðavinnu og tók til starfa í byrjun  þessa árs. Hugmyndaráðuneytið stendur fyrir reglulegum hópfundum þar sem  frumkvöðlar, hugsuðir og fagmenn frá ólíkum sviðum atvinnulífins, háskólunum og  stjórnsýslunni hittast og skiptast á hugmyndum, reynslusögum, hlusta á  fyrirlestra, mynda tengsl og veita hvert öðru stuðning til framkvæmda. Áhersla  er lögð á jákvæðni og tækifæri. Hugmyndaráðuneytið leggur einnig sín lóð á  vogaskálarnar í málefnum þar sem það telur sig geta látið gott af sér  leiða."

 

Ég  tel að með auknum stuðningi við slík samtök stígum við ákveðið og þarft skref  áfram.  Stórt skref í  endurreisninni til að endurheimta það traust og þá virðingu sem Ísland  verðskuldar í hinum stóra heimi. Svo þá má spyrja, hvernig styðjum við slík samtök án pólistískra  afskipta ?

 

Ein  leið sem ég hef í huga er sú að koma á nánu samstarfi við sjóði eins og hinn  nýja sjóð Björk, sem er einkarekinn frumkvöðla- og sprotasjóður,  eða Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.  Sjóðir sem þessir þurfa að hafa yfir  fjármagni að ráða til að koma góðum nýsköpunarhugmyndum af stað.  Það er hinsvegar efni í annan pistil að  útfæra skipulag Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins sem er opinber stofnun.

 

Ég  þykist þess full viss að þú lesandi góður búir einnig yfir góðum hugmyndum um  útfærslu þessa máls og ég myndi gjarnan vilja heyra þína skoðun svo endilega sendu mér þínar hugmyndir og ræðum  þær.

 

nýsköpunarkveðja,

ÁrniHaraldsson

2- 4 sæti í forvali VG í Reykjavík


Hagsmunasamtök heimilanna

Upp eru risin öflug samtök sem vinna fyrir heimilin í landinu. Heimasíða þeirra er www.heimilin.is og ég hvet alla til að skoða hvað þau eru að gera og skrá sig sem félaga. Tillögur samtakanna eru vel skiljanlegar og eiga upp á pallborðið svo sannarlega. Ég leyfi mér að birta nokkrar:

1. Tafarlaus tímabundin stöðvun fjárnáma og nauðungaruppboða heimila
2. Leiðrétting á gengistryggðum íbúðarlánum
3. Leiðrétting á verðtryggðum íbúðarlánum
4. Frumvarp til laga um greiðsluaðlögun og framkvæmd þeirra

Ég vll hvetja alla til að ganga til liðs við þessi samtök.

Árni Haraldsson
2 - 4 sæti í forvali VG í Reykjavík


Gagnaver og sæstrengir

 

Ég vil útskýra betur hugmyndir mínar sem ég setti fram í forvalsyfirlýsingu minni á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.  Ég byrja þá yfirferð mína á tækifærum sem við búum mögulega við til að nýta okkar orku til reksturs gagnavera á Íslandi.

 

Íslendingar get hæglega vegna legu landsins orðið miðstöð á gagnaumferð á milli Evrópu og Bandaríkjanna.  Við getum stutt við og hvatt innlend jafnt sem erlend fyrirtæki til lagningu mun fleiri sæstrengja á mill þessara svæða, með ýmsum leiðum.  Þekkt er sú aðferð sem frændur okkar Írar fóru þegar þeirra uppvaxtarskeið hófst.  Þeir buðu erlendum fyrirtækjum og þá sérstaklega félögum frá Bandaríkjunum góðan skatta afslátt til að laða þau til landsins.  Án efa má setja upp efasemda raddir gegn þeirri leið, en það efni í aðra umræðu.  Írar fengu til landsins stór félög svo sem Google, Dell, Motorola og mörg fleiri félög.  Af Írum getum við margt lært.  Íslendingar hafa sérstöðu sem er sömuleiðis áhugaverð fyrir slík fyrirtæki og er ekki langt að minnast umræðu um gagnaver og fulltrúar frá t.d. Yahoo komu hingað til lands.

Það sem hefur án efa haft áhrif á þeirra áhuga er hve fáar sæstrengi og bandvídd við höfum í landinu.  Um það var rætt að þeir myndu koma með sínar eigin tengingar en svo varð ekkert úr þessu.

 

Ekki er sömuleiðis langt að minnast þegar Hibernia Atlantic sýndi raunverulegan áhuga á að koma með sæstreng til Íslands frá Írlandi.  Nefndar ástæður fyrir því að ekkert varð úr var meðal annars að íslensk stjórnvöld vildu frekar ganga erinda Björgólfsfeðga og leggja streng sem kallast DanIce.  Hvort rétt er skal ég ekki segja en um þetta var rætt víðar en í heitu pottunum í hverfislauginni minni.

 

Þessi dæmi sýna okkur klárlega svo ekki verði um villst að áhugi erlendis frá er fyrir hendi til að koma hér á landi upp hátækni iðnaði.  Þessi tækifæri væri kjörið að nýta.  Slík verkefni eru atvinnuskapandi og ekki veitir af slíku í því árferði sem við búum við þessa síðustu mánuði og fyrirsjáanlegt er að muni vara í jafnvel 2-3 ár.

 

Ég vil beita mér fyrir því að auka stuðning við uppbyggingu á gagnaverum og fjölgun sæstrengja til landsins.  Ég vil að við notum orkuna á Norðaustur landi til að laða að áhuga á byggingu gagnavera á Húsavík í stað álvers.  Slíkt fyrirtæki mun þarfnast starfsfólks með menntun/hæfni í hátækni iðnaði og það munu Húsvíkingar leysa auðveldlega svo ég taki sem dæmi.

 

Ávalt skal fara hægt um gleðinnar dyr og fara mjög varlega í orkuöflun í slík verkefni.  Við í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði viljum standa vörð um okkar einstæðu náttúru.  Ég vil leggjast á árarnar til að tryggja sem best verði á kosið að slík orkuöflun verði gerð á sem sjálfbærasta hátt með virðingu fyrir landinu okkar.

 

með grænni kveðju,

Árni Haraldsson

2 - 4 sæti í forvali VG í Reykjavík

 


Atvinnulíf á Íslandi

 

 

Ég vil kynna aðferð sem Írar fóru þegar uppgangur þeirra hófst fyrir alvöru.  Írsk stjórnvöld stofnuðu stofnun sem kallast Enterprise Ireland ( EI ).  Sú stofnun tók á málum frumkvöðla, nýsköpun og stuðningi við ný og uppbyggileg verkefni.

 

EI gekk á stundum svo langt að útvega þessum nýju fyrirtækjum aðstöðu, borga laun og allan uppbyggingarkostnað fyrirtækja.  Þeir notuðu EI til að gefa markaðinum þá vítamínsprautu sem þurfti til að koma hjólum þeirra atvinnulífs af stað.  Við þekkjum öll árangurinn, gífurleg uppbygging, en eins og er að koma fram nú, þá hafa þeir líkt og við Íslendingar farið fram úr sér.

 

Á Íslandi höfum við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins ( www.nsa.is ).  Sá sjóður var stofnaður í samstarfi stjórnvalda og samtaka í iðnaði og sjávarútvegi í árslok 1996.  Sjóðurinn fékk stofnfé að upphæð 4.000 milljónir króna.  Atvinnulífið hefur þau áhrif á stjórn sjóðsins að svo virðist sem stjórnvöld viðurkenni að megin hlutverk hans við uppbyggingu eiginfjár fjárfestingalánasjóða iðnaðar og sjávarútvegs á undanförnum áratugum.

 

Þá má spyrja sig, í hvernig uppbyggingu hefur fjármunum sjóðsins verið varið til dagsins í dag.

 

Samkvæmt vefsíðu sjóðsins hefur fjármunum verið varið í mörgum tilvikum vel, svo sem hlutir í Marorku, Primex og Latabæ svo einhver séu nefnd.  

 

Ég vil sjá sjóðinn ganga lengra eins og árar í dag.  Ég vil að við fjárfestum í sjóði eins og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins til að endubyggja það sem hefur misfarist.  Ég vil að það sé gert á réttan hátt.

 

Lítum á þau verðmæti sem landið okkar gefur okkur, fiskinn í sjónum, orkuna í landinu og einstæða náttúru.  Stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs felst í sjálbærni á þessum þáttum.  Ég vil beita mér fyrir því að nýta orkuna sem er í landinu á sem friðsamastan máta í samstarfi við stofnanir eins og Orkustofnun, Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og fleiri stofnanir.  Ég vil beita mér fyrir því að við náum tökum á vatns- og gufuaflsorku á sjálfbæran hátt.  Ég vil beita mér fyrir auknum rannsóknum á þessum sviðum.

 

Við Íslendingar eigum að vera leiðandi á heimsvísu í notkun á gufuaflsorku.  Við eigum að stuðla að tækifærum í nýsköpun á þessu sviði.  Nýsköpun felst ekki í því að fara út í skuldsettar yfirtökur, lánsfé er ekki lykillinn að nýsköpun.  Ég vil að við höfum sjóð sem hlúir að og hvetur okkur í landinu áfram við þróun tækni í gufuafli.  Hvers vegna erum við ekki leiðandi í hönnun og þróun búnaðar í þessum geira, hvers vegna erum við ekki búin að þróa bestu túrbínur í heimi til notkunar í gufuafli svo dæmi sé tekið ?

 

Nýsköpunarsjóður, já eða annar sjóður sem styður við sprota, gæti hæglega gefið hugmyndaríku fólki fyrsta flokks vinnu aðstöðu til að þróa sín verkefni áfram í hvaða geira sem er.  

 

Ég vil að við göngum lengra í stuðningi við nýsköpun, sprotastarf og stuðningi við fyrirtæki sem eru þegar á markaði en vantar aukna hjálp til að ná markmiðum sínum.

 

Árni Haraldsson

2-4 sæti í forvali VG í Reykjavík.


Forvalsyfirlýsing

Ég undirritaður hef ákveðið að gefa kost á mér í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík, sem fram fer þann 7. mars nk. Ég er fæddur í Hafnarfirði þann 5. nóvember 1970. Ég er rafmagnsiðnfræðingur að mennt og hef sem slíkur aðallega unnið í fjarskiptageiranum og hátæknistörfum við virkjanamál. Ég mun sækjast eftir því að skipa 2-4. sætið í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð stendur nú á tímamótum þegar við blasir enduruppbygging þjóðfélagsins í kjölfar þeirra atburða sem skóku íslenskt samfélag síðustu misserin. Vinstrihreyfingin - grænt framboð mun ekki skorast undan þeirri ábyrgð sem felst í að endurskapa samfélag sem byggir á jöfnuði. Ég óska eftir stuðningi til að vinna að því verki.

Minn helsti styrkleiki er á sviði fjarskipta og tæknimála. Ég mun leggja mitt af mörkum til þess að hér megi byggja upp metnaðarfullt tæknisamfélag. Íslenskt samfélag einkennist af þekkingu og orku sem skapar okkur bæði sérstöðu og forskot. Lega landsins gefur auk þess mörg tækifæri sem ber að nýta.

Ég er þess fullviss að mín þekking og reynsla á ofangreindum sviðum muni nýtast afar vel í þeim verkefnum sem framundan eru. Af þeim ástæðum hef ég ákveðið að bjóða mig fram með það að markmiði að sinna þeim störfum af metnaði og alúð fyrir fólkið í landinu með stuðningi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.

Brýnt er að kljást við afleiðingar hins efnahagslega hruns, ekki síst fyrir fjölskyldur landsins. Við þurfum að leita allra leiða til að mæta þeirra þörfum og nauðsynjum. Haga þarf sparnaðaraðgerðum þannig að stoðir fjölskyldna veikist ekki heldur styrkist. Hér á ég einkum við grunnstoðir þjóðfélagsins, svo sem húsnæðismál, almenn velferðarmál, menntun og þjónustu við sjúka og aldraða. Síðast en ekki síst þarf að tryggja atvinnu og rekstrargrundvöll fyrirtækja.

Tryggja verður að slæm skuldastaða fjölskyldna í landinu leiði ekki til gjaldþrota. Spyrna þarf við atvinnuleysi með því að styðja við nýsköpun, sprotafyrirtæki og önnur ný og efnileg fyrirtæki sem líkleg eru til árangurs.

Það þarf að endurskoða starfssemi sjávarútvegs og landbúnaðar í landinu. Leggja þarf aukna áherslu á sjálfbærni í þessum flokkum og leita leiða til að auka verðmætasköpun með öllum tiltækum ráðum. Ég mun leggja mikla áherslu á vistvæna sjávarútvegsstefnu. Að sama skapi vil ég sjá vistvænan og grænan landbúnað. Þessi stefna mun styðja við landsbyggðina og fjölga atvinnutækifærum til sjávar og sveita.

Við endurskoðun og hagræðingu allra þátta ríkiskerfisins verður að tryggja að grunnstoðum þjóðfélagsins sé ekki ógnað.

Hagræðingu þurfa Alþingi og yfirstjórn ríkisins að leiða með góðu fordæmi. Hér má nefna ráðuneyti, utanríkisþjónustu og aðstoðarfólk þingmanna. Spara mætti með fækkun nefnda, sameiningu tengdra ríkisstofnana og lækkun kostnaðar vegna æðstu stjórnenda þeirra.

Ég er talsmaður jafnréttis og réttlætis. Ég trúi því að jafnrétti kynjanna muni verða að veruleika. Til að svo verði þarf að setja kraft í þann málaflokk og ekki vil ég láta þar við sitja heldur taka þátt.

Stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í jafnréttismálum er ein helsta ástæða þess að ég skráði mig í hreyfinguna þann 1. febrúar 2009, en fram að því hafði ég alla tíð verið óflokksbundinn.

Ég vil vernda hina einstæðu íslensku náttúru sem og auðlindir hafsins eftir bestu getu. Með stefnu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í huga vil ég leita leiða til að nýta okkar miklu orku til annars konar reksturs en stóriðju. Eins og fram kemur hér að ofan vil ég beita mér fyrir nýtingu orkunnar á öðrum sviðum, svo sem til gagnavera og annarra tækifæra sem snúa að framförum í fjarskiptamálum og tækni. Ég mun beita mér fyrir sjálfbærri orkustefnu í samstarfi við þær góðu stofnanir sem við höfum nú þegar á Íslandi. Ég vil einnig beita mér fyrir notkun sólarorku í auknu mæli þar sem völ er á. Ég vil sjá aukna hvatningu ríkissins gagnvart landsmönnum sem kjósa vistvænni og grænni lifnaðarhætti. Ég vil sjá Ísland leiðandi í umhverfismálum á heimsvísu með fordæmi í sjálfbærni þjóðar.

Ég styð stefnu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í friðarmálum. Ég vil að Ísland standi utan hernaðarbandalaga en beiti sér þess í stað fyrir auknum friði.

Ég vil að Ísland opni á umræður um Evrópumál og meti hvort fara skuli til viðræðna um inngöngu í Evrópusambandið sem og myntsamstarf um evru.

Ég er kvæntur Ruth Mary Shortall, meistaranema í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands. Ég á tvo syni af fyrra hjónabandi, Harald Ara og Arnór Tuma.

 Reykjavík, 19. Febrúar 2009

Árni Haraldsson

Rafmagnsiðnfræðingur


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband