Nýsköpun

Ég  ætla að fara aðeins yfir þetta fyrirbæri sem er kallað nýsköpun.  Hvað er nýsköpun spyrja sig  einhverjir.  Nýsköpun er hugtak um  að skapa eitthvað nýtt.  Byrja  með  báðar hendur tómar, fá hugmynd og skapa. Úr verður eitthvað mikilsvert sem stundum kemur á óvart en að sama skapi getur líka illa tekist  til.  Það sem gerir þetta hugtak  áhugavert er tengingin við listina, sköpunina.

 

Nýsköpun  á ekki bara heima í listinni, heldur alls staðar og í öllu sem við tökum  okkur fyrir hendur.  Nýsköpun á  ekki síður heima í pólitík og stjórnsýslu, fyrirtækjum í fullum rekstri og  síðast en ekki síst á nýsköpum heima hjá sprotum.

 

Við  getum gert not úr nýsköpun á marga vegu í stjórnmálum.  Mér hefur ekki þótt mikið af nýsköpun á  hinu háa Alþingi síðustu vikur og mánuði. T.d. í gær máttum við horfa upp á vansköpun á Alþingi við umræður um  Seðlabankafrumvarp.  Með nýsköpun,  getum við t.d. fengið nýtt fólk þar inn, til að skapa eitthvað nýtt sem hefur  aldrei sést áður.  Það gerum við  með því að velja þar til verka nýtt fólk eins og undirritaðann og fleira gott  fólk sem býður sig fram í prófkjörum fyrir marga flokka úti um land allt. 

 

Nýsköpun  þarf einnig að koma til í stjórnsýslunni. Við þurfum að fá stjórnsýslu sem vinnur náið með stjórnvöldum og  Alþingi.  Við þurfum nýtt blóð í  nýju ríkisbankana og kraftmikið og duglegt fólk í verkstjórnir hinna ýmsu  stofnana.  Við þurfum fólk með  listræna hæfileika í bland við raunsæi og stjórnun. 

 

Það  er mikið talað um gegnsæi í stjórnmálum og íslenskri stjórnsýslu.  Það er krafa fólks að mál verði héðan í  frá rædd opinskátt og aðgengið að upplýsingum verði bætt.  Hér er um ákveðina tegund nýsköpunnar  að ræða. 

 

Ég  vil sjá nýsköpun blómstra á Íslandi í hvaða grein sem er.  Sér í lagi hef ég áhuga á að sjá góðan  og mikinn stuðning við hæfileikarík samtök eins og  Hugmyndaraduneytid.is

Þar  er á ferð geysikraft mikið fólk, listamenn, hver á sínu sviði.  Þessi samtök hittast á hverjum  laugardegi og eru alltaf með nýtt megin efni sem er tekið fyrir á hverjum  fundi.   Ég leyfi mér að birta  hér kafla frá heimasíðu þeirra :

 

"Hugmyndaráðuneytið  er samfélagsverkefni sem byggir á sjálfboðavinnu og tók til starfa í byrjun  þessa árs. Hugmyndaráðuneytið stendur fyrir reglulegum hópfundum þar sem  frumkvöðlar, hugsuðir og fagmenn frá ólíkum sviðum atvinnulífins, háskólunum og  stjórnsýslunni hittast og skiptast á hugmyndum, reynslusögum, hlusta á  fyrirlestra, mynda tengsl og veita hvert öðru stuðning til framkvæmda. Áhersla  er lögð á jákvæðni og tækifæri. Hugmyndaráðuneytið leggur einnig sín lóð á  vogaskálarnar í málefnum þar sem það telur sig geta látið gott af sér  leiða."

 

Ég  tel að með auknum stuðningi við slík samtök stígum við ákveðið og þarft skref  áfram.  Stórt skref í  endurreisninni til að endurheimta það traust og þá virðingu sem Ísland  verðskuldar í hinum stóra heimi. Svo þá má spyrja, hvernig styðjum við slík samtök án pólistískra  afskipta ?

 

Ein  leið sem ég hef í huga er sú að koma á nánu samstarfi við sjóði eins og hinn  nýja sjóð Björk, sem er einkarekinn frumkvöðla- og sprotasjóður,  eða Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.  Sjóðir sem þessir þurfa að hafa yfir  fjármagni að ráða til að koma góðum nýsköpunarhugmyndum af stað.  Það er hinsvegar efni í annan pistil að  útfæra skipulag Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins sem er opinber stofnun.

 

Ég  þykist þess full viss að þú lesandi góður búir einnig yfir góðum hugmyndum um  útfærslu þessa máls og ég myndi gjarnan vilja heyra þína skoðun svo endilega sendu mér þínar hugmyndir og ræðum  þær.

 

nýsköpunarkveðja,

ÁrniHaraldsson

2- 4 sæti í forvali VG í Reykjavík


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband